Viðskipti erlent

Kynna til leiks Amazon Sumerian á ráðstefnu í Las Vegas

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Ráðstefnan fer fram árlega í Las Vegas í Bandaríkjunum.
Ráðstefnan fer fram árlega í Las Vegas í Bandaríkjunum. vísir/epa

Bandaríska vefverslunin Amazon kynnti í gær til leiks nýjustu þjónustu sína Amazon Sumerian, en um er að ræða forrit sem einfaldar viðskiptavinum að búa til sinn eigin sýndarveruleika (virtual reality) og viðbótarveruleika (augmented reality). Nýjungin var kynnt á ráðstefnu fyrirtækisins AWS re:Invent 2017 sem fram fer í Las Vegas árlega.

Sumerian kemur til með að auðvelda fólki að búa til eigin aðstæður í sýndar- og viðbótarveruleika. Er notendum gert kleift að skapa eigin umhverfi sem þeir geta síðan skreytt með persónum og hlutum. Auk þess er hægt að hafa áhrif á hvernig samskiptum persónanna er háttað og hvernig notkun hlutanna fer fram.

Amazon greinir frá því að hægt verði að nota nýjungina í öllum helstu sýndarveruleikaforritum. Það á því við um Oculus Rift, Daydream, HTC Vive og á iOS farsíma og spjaldtölvur.

Framleiðsla og þróun Sumerian er í höndum Amazon Web Services sem Amazon rekur. Amazon hefur fyrir framleitt fjölda vara, til að mynda lesbrettið Kindle, talgreiningarforritið Alexa og Echo-hátalarann sem tengist því. 

Hægt er að fylgjast með framgangi mála á ráðstefnunni hér. Einnig má lesa um og sjá hvernig Amazon Sumerian virkar hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,25
2
48.600
SKEL
0,66
3
89.276
GRND
0,62
1
16.100
SYN
0,2
3
127.020
MARL
0,13
7
28.952

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,39
10
48.327
VIS
-1,15
3
34.510
TM
-0,52
3
34.622
FESTI
-0,2
1
9.980
EIK
-0,13
1
7
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.