Viðskipti innlent

Steinunn kjörin í stjórn Arion banka í stað Guðrúnar Johnsen

Hörður Ægisson skrifar
Steinunn Kristín starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Beringer Finance á árunum 2015-2017, fyrst í Noregi og síðar á Íslandi.
Steinunn Kristín starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Beringer Finance á árunum 2015-2017, fyrst í Noregi og síðar á Íslandi.
Steinunn Kristín Þórðardóttir, sem hefur verið framkvæmdastjóri hjá Beringer Finance frá 2015, hefur verið kjörin nýr stjórnarmaður í Arion banka. Á sama tíma lætur Guðrún Johnsen, sem var fyrst kjörin í stjórn 2010 og hefur verið varaformaður síðustu ár, af stjórnarsetu í bankanum.

Þetta var ákveðið á hluthafafundi Arion banka sem fór fram í gær, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Stjórn bankans skipa nú: Eva Cederbalk formaður, Brynjólfur Bjarnason, Jakob Már Ásmundsson, John P. Madden, Kirstín Þ. Flygenring, Måns Höglund, Steinunn Kristín Þórðardóttir og Þóra Hallgrímsdóttir.

Kristín er fulltrúi Bankasýslu ríkisins en aðrir stjórnarmenn eru tilnefndir af Kaupskilum sem heldur utan um rúmlega 57 prósenta eignarhlut Kaupþings í bankanum.

Steinunn Kristín starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Beringer Finance á árunum 2015-2017, fyrst í Noregi og síðar á Íslandi auk þess að gegna stöðu forstöðumanns alþjóðadeildar fyrirtækisins á sviði matvæla og sjávarfangs. Árið 2010 stofnaði Steinunn ráðgjafafyrirtækið Akton AS í Noregi og var framkvæmdastjóri þess til ársins 2015. Hún starfaði hjá Íslandsbanka á árunum 2001-2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×