Viðskipti erlent

Bitcoin tekur skarpa dýfu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Bitcoin er ekki til í föstu formi en svona gæti myntin litið út samkvæmt tölvunarfræðingnum Mike Caldwell.
Bitcoin er ekki til í föstu formi en svona gæti myntin litið út samkvæmt tölvunarfræðingnum Mike Caldwell. Nordicphotos/AFP

Gengi rafmyntarinnar Bitcoin gagnvart Bandaríkjadal tók skarpa dýfu, alls um sextán prósent, í gær eftir mikinn uppgang undanfarinna daga. Var eitt Bitcoin í gær 9.600 dala virði samanborið við 11.434 dali á miðvikudaginn en Bitcoin hafði aldrei verið verðmætara en þá.

Virði Bitcoin hefur samt sem áður aukist gríðarlega frá áramótum en eitt Bitcoin var um þúsund dala virði í upphafi árs. Ýmsir fjárfestar hafa því grætt mikið á uppgangi þessarar rafrænu myntar.

Í viðtali við BBC í gær sagði hagfræðiprófessorinn Garrick Hileman að þar sem Bitcoin væri eftirlitslaus mynt og þar sem færri sýsluðu með hana væru sveiflur sem þessar venjulegar.

Neil Wilson hjá greiningardeild ETX í Lundúnum sagði viðskipti gærdagsins mestu rússíbanareið sem hann hefði séð. Stór ástæða fyrir þessum sveiflum væri hve fjárfestarnir væru fáir og hefðu þar að auki litla sem enga reynslu. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,36
82
1.091.920
ORIGO
2,25
2
3.481
REITIR
1,24
3
101.924
HEIMA
0,91
1
11
ARION
0,87
3
130.285

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-0,84
1
200
VIS
-0,71
2
2.480
MARL
-0,52
10
181.238
FESTI
-0,2
3
42.932
SKEL
0
1
500
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.