Viðskipti innlent

Almar ráðinn framkvæmdastjóri Krítar fjármögnunarlausna

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Almar Guðmundsson.
Almar Guðmundsson.
Almar Guðmundsson, hagfræðingur og MBA, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Krítar fjármögnunarlausna og mun hann stýra uppbyggingu félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins.

Fyrirtækið er nýtt og sérhæfir sig í fjármögnun á vörum í innflutningi. Krít rekur þjónustu sína í samstarfi við Eimskip og fjármagnar kaup á vörum sem viðskiptavinir Eimskips flytja og/eða hýsa í vörugeymslum félagsins. Krít er fjármagnað af sjóði sem rekinn er af GAMMA Capital Management.

Krít býður nýjung á íslenskum markaði þar sem tæknileg lausn tvinnar saman fjármögnun og flutning á þægilegan og einfaldan máta fyrir inn- og útflutningsfyrirtæki. Félagið er nýr valkostur fyrir fyrirtæki sem þurfa einfalda og þægilega birgðafjármögnun.

Almar gegndi síðast stöðu framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins en var sagt upp störfum fyrr á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×