Viðskipti erlent

Stærsta liþíumjóna-rafhlaða heims gangsett

Atli Ísleifsson skrifar
Rafhlaðan er í sunnanverðri Ástralíu.
Rafhlaðan er í sunnanverðri Ástralíu. Vísir/AFP
Stærsta liþíumjóna-rafhlaða sem til er í heiminum var gangsett í sunnanverðri Ástralíu í gær og segja aðstandendur verkefnisins að um byltingu sé að ræða.

Elon Musk, eigandi rafbílafyrirtækisins Tesla, var helsti hvatamaður verkefnisins en hann lofaði fyrir ári síðan að koma upp hundrað megavatta rafhlöðu í héraðinu eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í fyrra.

Vindmyllugarður sér um að hlaða rafhlöðuna en orkan sem það geymir nægir til að sjá 30 þúsund heimilum fyrir rafmagni í klukkustund, komi til allsherjarrafmagnsleysis.

Þá verður einnig dregið á rafhlöðuna þegar á þarf að halda þegar rafmagnsframleiðsla í kerfinu er minni en venjulega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×