Viðskipti erlent

Stærsta liþíumjóna-rafhlaða heims gangsett

Atli Ísleifsson skrifar
Rafhlaðan er í sunnanverðri Ástralíu.
Rafhlaðan er í sunnanverðri Ástralíu. Vísir/AFP

Stærsta liþíumjóna-rafhlaða sem til er í heiminum var gangsett í sunnanverðri Ástralíu í gær og segja aðstandendur verkefnisins að um byltingu sé að ræða.

Elon Musk, eigandi rafbílafyrirtækisins Tesla, var helsti hvatamaður verkefnisins en hann lofaði fyrir ári síðan að koma upp hundrað megavatta rafhlöðu í héraðinu eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í fyrra.

Vindmyllugarður sér um að hlaða rafhlöðuna en orkan sem það geymir nægir til að sjá 30 þúsund heimilum fyrir rafmagni í klukkustund, komi til allsherjarrafmagnsleysis.

Þá verður einnig dregið á rafhlöðuna þegar á þarf að halda þegar rafmagnsframleiðsla í kerfinu er minni en venjulega.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
NYHR
0,57
1
1.000
REITIR
0
2
78.214
SIMINN
0
15
399.476
EIM
0
4
109.557
TM
0
3
33.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
-1,73
38
767.555
ICEAIR
-1,66
21
259.615
N1
-0,88
3
44.013
SKEL
-0,74
4
56.050
HAGA
-0,7
10
126.464