Viðskipti innlent

Edda í samstarf við Strategíu

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Edda Blumenstein.
Edda Blumenstein. vísir/aðsend
Edda Blumenstein er komin í samstarf við ráðgjafafyrirtækið Strategíu og er hlutverk hennar að nýta tækifæri stafrænnu byltingarinnar með svokallaðri Omni Channel innleiðingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strategíu.

Í Omni channel nálgun er öll áhersla í sölu og markaðssetningu þróuð útfrá þörfum og væntingum viðskiptavina. Fyrirtæki hætta að hugsa út frá einstaka kanölum (netverslun, verslun, samfélagsmiðlum, fréttabréfum o.s.frv.) og hugsa í staðinn um samþættingu allra kanala og heildarupplifun viðskiptavina á öllu kaupferlinu, frá vitund til kaupa og tryggðar við fyrirtækið.

Edda er með áralanga reynslu af sölu og markaðssetningu, markaðsgreiningum, markaðsáætlanagerð, stjórnun, og stefnumótun. Edda hefur einnig stofnað og rekið heimasíður og netverslanir fyrir alþjóðleg vörumerki og haldið fjölda námskeiða tengda markaðsmálum og Omni channel. Edda er með B.Sc gráðu í International Marketing frá Háskólanum í Reykjavík, Mastersgráðu í Fashion, Enterprise and Society frá Leeds University og er í dag að vinna að doktorsrannsókn í innleiðingu fyrirtækja á Omni Channel við Leeds University Business School.

Strategía er sérhæft ráðgjafarfyrirtæki sem veitir ráðgjöf til eigenda, stjórna og stjórnenda fyrirtækja og stofnana. Strategía byggir á áratuga stjórnunar- og rekstrarreynslu ráðgjafa Strategíu og innsýn þeirra í viðfangsefni eigenda og stjórnenda.

Í tilkynningunni kemur einnig fram að Strategía hafi flutt skrifstofur sínar af Suðurlandsbraut og yfir í Hús verslunarinnar, Kringlunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×