Viðskipti innlent

Færri bækur prentaðar hérlendis

Atli Ísleifsson skrifar
Heildarfjöldi prentaðra bókatitla er 604 í Bókatíðindunum í ár en var 607 árið 2016.
Heildarfjöldi prentaðra bókatitla er 604 í Bókatíðindunum í ár en var 607 árið 2016. Vísir/Eyþór
Fjöldi bókatitla sem getið er um í Bókatíðindum 2017 og prentaðir eru innanlands eru 202 og fækkar þeim um sjötíu frá fyrra ári. Um 67 prósent titla eru prentaðir erlendis.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bókasambandi Íslands sem kannað prentstað íslenskra bóka 2017. Hlutfall bókatitla sem prentaðir eru hérlendis er 33,4 prósent í ár var 44,8 prósent á síðasta ári.

Fjöldi titla sem prentaður er erlendis er 402 eða 66,6% en var 335 eða 55,2, prósent á síðasta ári.

„Heildarfjöldi prentaðra bókatitla er 604 í Bókatíðindunum í ár en var 607 árið 2016.

Skoðað var hvert hlutfall prentunar innanlands og erlendis er eftir flokkum. Þar kemur fram að í þremur flokkum af fjórum er meirihluti bóka prentaðar erlendis.

• Fræðibækur, bækur almenns efnis og listir eru alls 152; 81 (53%) eru prentaðar á Íslandi og 71 (47%) prentaðar erlendis.

• Skáldverk, íslensk og þýdd, eru 187; 60 (32%) prentuð á Íslandi og 127 (68%) prentuð erlendis.

• Saga, ættfræði, ævisögur, handbækur, matur og drykkur eru alls 88; 23 (26%) prentaðar á Íslandi og 65 (74%) prentaðar á Íslandi.

• Barnabækur, íslenskar og þýddar, eru alls 177; 38 (21%) prentaðar á Íslandi og 139 (79%) prentaðar erlendis,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×