Fleiri fréttir

Mancini tekinn við Ítölum

Roberto Mancini er tekinn við ítalska landsliðinu í knattspyrnu en þetta tilkynnti ítalska sambandið í kvöld.

Meiddur Neymar í HM-hóp Brasilíu

Neymar er í HM hóp Brasilíu en þetta var tilkynnt nú rétt í þessu. Kappinn hefur glímt við meiðsli en er í hópnum nokkuð óvænt.

Tuchel tekinn við PSG

Thomas Tuchel er nýr knattspyrnustjóri PSG. Félagið greindi frá ráðiningu hans í dag.

Martin boðinn stór samningur í sumar │ „Draumurinn að spila í NBA“

Martin Hermannsson hefur farið á kostum í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta og átt hvern stórleikinn á fætur öðrum í liði Chalons-Reims. Landsliðsmaðurinn var í ítarlegu viðtali við franska miðilinn BeBasket þar sem hann ræddi tímabilið, framtíðina og íslenska landsliðið.

Fyrrum NFL-leikmenn mætast í MMA-bardaga

Fyrrum varnarmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, mun berjast gegn Austen Lane, fyrrum leikmanni Lions og Bears, í MMA-bardaga í þætti Dana White, forseta UFC.

31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik

Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu.

Tiger: Spilaði miklu betur en skorið segir til um

Tiger Woods sýndi oft á tíðum mögnuð tilþrif á Players-meistaramótinu um helgina en möguleikar hans á að enda með efstu mönnum sukku í vatninu á hinni frægu 17. holu Sawgrass-vallarins.

Messi verður markakóngur Evrópu

Mohamed Salah hefur safnað bikurum með frammistöðu sinni í vetur en hann fær ekki gullskóinn fyrir að vera markakóngur Evrópu.

Bensíntankurinn alveg tómur

Þrír Íslendingar voru í lykilhlutverki í meistaratitli Kristianstad á dögunum en Ólafur Andrés Guðmundsson er fyrirliði liðsins. Hann kýs frekar titilbaráttu í Svíþjóð heldur en að vera í miðjumoði í sterkari deild.

Íslenska kraftlyftingavorið

Íslendingar tóku með sér sex gullverðlaun og alls níu verðlaunapeninga frá EM í kraftlyftingum í Tékklandi. Mikill meðbyr er með íþróttinni á Íslandi en aðstöðuleysi heldur aftur af afreksíþróttafólkinu okkar.

Simpson vann örugglega á Players

Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson sigraði Players mótið í golfi sem kláraðist í nótt. Frábær spilamennska á öðrum hring lagði grunninn að sigrinum.

Boston keyrði yfir Cavaliers í fyrsta leik

Boston Celtic tók forystuna í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA deildarinnar í körfubolta gegn Cleveland Cavaliers í kvöld. Sigur Boston var aldrei í hættu og forystan verðskulduð.

Uppgjör: Mögnuð endurkoma Mercedes │Taktísk mistök kostuðu Vettel

Lewis Hamilton og Mercedes stóðu sig frábærlega í spænska kappakstrinum um helgina. Þýska liðið kláraði keppnina með bíla sína í fyrsta og öðru sæti, fullkomin úrslit. Mercedes hefur nú 27 stiga forskot í keppni bílasmiða og er sigurvegari helgarinnar Lewis Hamilton nú 17 stigum á undan Sebastian Vettel í keppni ökuþóra.

Snorri snýr heim í Breiðablik

Breiðablik verður nýliði í Domino's deild karla á næsta tímabili og er liðið byrjað að styrkja sig fyrir komandi átök. Félagið hefur fengið Snorra Hrafnkelsson aftur heim í Kópavoginn.

Stórleikur Arnórs ekki nóg

Þrátt fyrir stórleik Arnórs Þórs Gunnarssonar tapaði Bergischer sínum þriðja leik á tímabilinu í þýsku B-deildinni í handbolta þegar liðið sótti Lübeck heim í dag.

Sjöundi sigur Heimis í röð

Heimir Guðjónsson stýrði lærisveinum sínum í HB Þórshöfn til sjöunda deildarsigursins í röð í færeysku úrvalsdeildinni í dag.

Sjá næstu 50 fréttir