Enski boltinn

Shearer: Ekki hægt að kalla City stórkostlegt lið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
City-menn þurfa að vinna meira.
City-menn þurfa að vinna meira. Vísir/Getty
Manchester City undir stjórn Pep Guardiola valtaði yfir ensku úrvalsdeildina á tímabilinu sem kláraðist um helgina en liðið fékk 100 stig og var búið að vinna mótið nánast um áramót.

Þrátt fyrir þessa yfirburði segir Alan Shearer, markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar frá upphafi, að ekki sé hægt að tala um þetta City-lið sem stórkostlegt lið (e. Great).

Sjá einnig:Sjáðu öll mörkin í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar

„Guardiola kom með nýja tegund af fótbolta í úrvalsdeildina sem hefur verið frábær á að horfa. Þetta hefur verið gjörsamlega magnað á köllum. Það er samt ekki hægt að kalla City-liðið stórkostlegt alveg strax,“ sagði Shearer í Match of the Day í gær.

„Þetta lið hefur sýnt okkur frábær tilþrif á köflum en stórkostleg lið vinna marga titla í röð og ná árangri í Evrópu. Þetta City-lið getur hæglega náð þessum árangri en það er ekki hægt að kalla það stórkostlegt alveg strax.“

„Það er ekki hægt að bera þetta City-lið saman við United-liðið sem vann þrennuna,“ sagði Alan Shearer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×