Fótbolti

St. Pauli sagt vilja fá Guðlaug Victor frá Zürich

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson verður fyrirliði á flestum stöðum sem hann spilar.
Guðlaugur Victor Pálsson verður fyrirliði á flestum stöðum sem hann spilar. vísir/getty
Guðlaugur Victor Pálsson, fyrirliði svissneska úrvalsdeildarliðsins FC Zürich, er sagður á óskalista þýska 2. deildar liðsins St. Pauli, en þetta er samkvæmt heimildum svissneska blaðsins Blick.

Victor hefur spilað virkilega vel fyrir svissneska liðið í vetur en það er sama og öruggt með fjórða sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina um helgina. Fjórða sætið gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni.

Þá geta Zürich-menn orðið bikarmeistarar eftir tæpar tvær vikur þegar að það mætir Young Boys í bikarúrslitum.

St. Pauli hafnaði í tólfta sæti þýsku 2. deildarinnar á síðustu leiktíð og vill nú styrkja raðirnar með því að fá íslenska miðjumanninn til sín, að sögn Blick.

St. Pauli yrði áttunda liðið sem Victor myndi spila meistaraflokksleik fyrir en Fylkismaðurinn 27 ára gamli hefur verið í atvinnumennsku frá því árið 2010 á Englandi, í Skotlandi, Hollandi, Bandaríkjunum, Danmörku og nú síðast í Sviss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×