Körfubolti

LeBron og ljósmyndaminni hans uppskáru klapp eftir ótrúlegt svar | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
LeBron James man allt. Allt!
LeBron James man allt. Allt! vísir/getty

Boston Celtics rúllaði yfir Cleveland Cavaliers, 108-83, í fyrsta leik úrslitarimmu austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og er því 1-0 yfir í einvíginu.

Öruggur sigur Boston vakti eðlilega mikla athygli en frammistaða LeBron James á blaðamannafundi eftir leikinn hefur eiginlega vakið enn meiri athygli.

Blaðamaður spurði LeBron nefnilega út í hvað gerðist á 7-0 spretti Boston í leiknum og fékk svar sem að enginn bjóst við. LeBron nefnilega þuldi upp hverja einustu sendingu og hvert einasta skot sem átti sér stað á þessum spretti Boston-manna.

Þessi magnaða einræða hans uppskar klapp á blaðamannafundinum eins og sjá má hér að neðan.

LeBron James er nefnilega ekki bara besti körfuboltamaður heims heldur er hann einnig með ljósmyndaminni og man eftir öllu sem gerist í hverjum einasta leik.

Sjón er sögu ríkari.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.