Handbolti

Sjáðu frábæra danstakta þegar Gyori fagnaði sigri í Meistaradeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það var hart barist inni á vellinum
Það var hart barist inni á vellinum vísir/epa

Ungverska liðið Gyori vann Meistaradeild Evrópu í handbolta kvenna í dag með því að leggja Vardar að velli með einu marki 27-26 í úrslitaleiknum í Búdapest í dag.

Þetta var annað árið í röð sem ungverska liðið fagnaði sigri í keppninni en þær þurftu að hafa fyrir sigrinum í dag. Amorim skoraði jöfnunarmark fyrir Gyori á síðustu sekúndunum eftir að Amanda Lekic virtist fara langt með að tryggja Vardar sigurinn. Leikurinn fór hins vegar í framlengingu og þar vann Gyori.

Sigurinn skipti Gyori miklu máli og fögnuðu þær hressilega í leikslok. Stelpurnar virtust aðeins vera búnar að æfa hvernig þær ætluðu að fagna því þær henntu í mjög skemmtilegan dans þegar úrslitin voru ljós.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.