Formúla 1

Hamilton vann annan kappaksturinn í röð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mercedesmennirnir Hamilton og Bottas fagna
Mercedesmennirnir Hamilton og Bottas fagna Vísir/Getty

Lewis Hamilton vann sinn annan sigur í röð í Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark eftir nokkuð öruggan akstur í Barcelona í dag.

Mikið gekk á í brautinni í dag, stór árekstur varð strax á fyrsta hring og tvisvar var öryggisbíllinn sendur út í brautina ásamt því að þó nokkrir ökuþórar lentu í minni árekstrum.

Valtterri Bottas, liðsfélagi Hamilton á Mercedes, varð í öðru sæti og Max Verstappen á Red Bull í því þriðja.

Ferrarimenn áttu erfitt uppdráttar í brautinni í dag, Sebastian Vettel lenti í fjórða sæti og Kimi Raikkonen kláraði ekki keppni eftir að vél hans bilaði á 24. hring.

Hamilton er með 17 stiga forystu í stigakeppni ökuþóra eftir stigurinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.