Handbolti

Stórleikur Arnórs ekki nóg

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór í leik með íslenska landsliðinu
Arnór í leik með íslenska landsliðinu vísir/ernir

Þrátt fyrir stórleik Arnórs Þórs Gunnarssonar tapaði Bergischer sínum þriðja leik á tímabilinu í þýsku B-deildinni í handbolta þegar liðið sótti Lübeck heim í dag.

Arnór Þór skoraði átta mörk í leiknum í dag, þar af fjögur úr vítum. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik og munaði aðeins einu marki þegar liðin gengu til búningsherbergja, staðan 13-12.

Gestirnir í Bergischer komust yfir snemma í seinni hálfleik og voru skrefinu á undan í mjög jöfnum leik. Heimamenn komust hins vegar aftur yfir á 55. mínútu leiksins, 22-21, og fóru með tveggja marka sigur 24-22.

Tapið kom þó ekki að sök því Bergischer hefur nú þegar tryggt sér efsta sæti deildarinnar og farmiðan upp í úrvalsdeildina á næsta tímabili.

Fannar Þór Friðgeirsson gerði fimm mörk, þar af fjögur úr vítum, í tapi Hamm-Westfalen gegn Essen. Aðeins einu marki munaði á liðunum í hálfleik en í seinni hálfleik tóku heimamenn öll völd og sigldu að lokum fjögurra marka sigri, 37-33.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.