Enski boltinn

Allegri segist ekki vera að fara til Englands

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Allegri er einkar sigursæll þjálfari.
Allegri er einkar sigursæll þjálfari. vísir/getty
Ítalinn Massimiliano Allegri er efstur á blaði hjá veðbönkum yfir arftaka Arsene Wenger hjá Arsenal en það virðist ekki vera neitt fararsnið á þjálfaranum.

Í gær varð hann enn og aftur ítalskur meistari með Juventus og eftir leikinn tjáði hann sig um orðrómana um mögulega brottför.

„Ef þeir reka mig ekki þá verð ég áfram hjá Juventus á næsta tímabili,“ sagði Allegri en nákvæmlega engar líkur eru á því að félagið reki hann.

Juventus er nú búið að vinna ítölsku úrvalsdeildina sjö ár í röð og stjórnarmenn félagsins vilja eðlilega halda áfram á sömu braut. Allegri hefur verið við stjórnvölinn síðustu fjögur árin.

Hann hefur ekki bara verið orðaður við Arsenal heldur líka Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×