Körfubolti

Haukakonur fengu glæsilegt hálsmen til minningar um Íslandsmeistaratitilinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Glæsilegt hálsmen sem Haukarnir fengu.
Glæsilegt hálsmen sem Haukarnir fengu. vísir/andri marino/sign

Haukar urðu Íslandsmeistarar í Domino´s-deild kvenna á síðustu leiktíð eftir sigur á Val í oddaleik.

Í bandarískum íþróttum þykir það siður að meistarar fái svokallaðan meistarahring skreyttan með demöntum og gulli en Haukarnir fóru aðra en þó svipaða leið.

Skartgripaverslunin Sign hannaði fyrir liðið glæsilegt hálsmen til minningar um Íslandsmeistaratitilinn. Sannkallað meistarahálsmen.

Stelpurnar fengu hálsmenið á lokahófi körfuknattleiksdeildarinnar þar sem þær voru stjörnurnar eftir að verða Íslandsmeistarar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.