Íslenski boltinn

Guðjón Pétur vill yfirgefa Val

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðjón Pétur er hér í leik með Valsmönnum síðasta sumar. Hann átti þátt í mörgum mörkum Vals á síðasta tímabili
Guðjón Pétur er hér í leik með Valsmönnum síðasta sumar. Hann átti þátt í mörgum mörkum Vals á síðasta tímabili Vísir/Anton Brink
Guðjón Pétur Lýðsson hefur beðið um að yfirgefa herbúðir Íslandsmeistara Vals í Pepsi deild karla. Þetta kemur fram á vef RÚV í dag.

Miðjumaðurinn er ekki sáttur við spilatíma sinn í liði Vals, en hann hefur byrjað tvo af fyrstu þremur leikjum Vals á tímabilinu á bekknum og komið inn sem varamaður í seinni hálfleik. 

Hann spilaði aðeins tuttugu mínútur í jafnteflinu við Fylki í gærkvöld en hann á að baki 254 leiki í meistaraflokki á Íslandi.

Guðjón er þrítugur og hefur leikið með Haukum, Breiðabliki og Stjörnunni. Hann var hjá Breiðabliki árin 2013-15 áður en hann snéri aftur til Vals og hefur orðið Íslands- og bikarmeistari á Hlíðarenda á síðustu árum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×