Enski boltinn

Mourinho vill ekki aðstoðarmann: „Enginn í fótboltaheiminum tilbúinn“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
José Mourinho.
José Mourinho. vísir/getty
Jose Mourinho ætlar ekki að hafa aðstoðarstjóra á næsta tímabili eftir að Rui Faria, aðstoðarmaður hans til margra ára, tilkynnti um helgina að hann væri á förum frá Manchester United.

„Ég ætla að skipuleggja þjálfarateymið mitt þannig að aðstoðarstjórastaðan verði ekki til. Ég mun hafa þjálfara og styrktarþjálfara sem aðstoða við sérhæfingu á æfingum en ég mun ekki hafa neinn aðstoðarmann í stjórnun liðsins,“ sagði Mourinho í viðtali eftir sigur United á Watford í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.

Leikurinn í gær var sá síðasti hjá Michael Carrick fyrir félagið en hann mun færa sig yfir í þjálfarateymi félagsins fyrir næsta tímabil.

„Í framtíðinni þá verður það líklegast Michael Carrick [sem verður aðstoðarmaður Mourinho]. Eftir að hann er kominn með öll sín réttindi og tekur skrefið yfir í stjórnun.“

„Fólk heldur að hægt sé að fara bara úr því að vera leikmaður og næsta dag sé maður orðinn stjóri, en það virkar ekki þannig.“

„Enginn í fótboltaheiminum er tilbúinn til þess að vera aðstoðarmaður minn,“ sagði Jose Mourinho.


Tengdar fréttir

Carrick kvaddi United með sigri

Manchester United var búið að tryggja sér annað sætið í ensku úrvalsdeildinni fyrir lokaumferðina sem fram fór í dag. Marcus Rashford sá til þess að Michael Carrick kvaddi United með sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×