Enski boltinn

Arteta og Nagelsmann efstir á óskalista Arsenal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Er Arteta að taka við Arsenal?
Er Arteta að taka við Arsenal? vísir/afp

Mikel Arteta og Julian Nagelsmann eru eftir á óskalista Arsenal um það að taka við liðinu í sumar en þetta herma heimildir Sky Sports fréttastofunnar.

Arteta, sem er núverandi aðstoðarþjálfari Pep Guardiola, og Julian Nagelsmann, stjóri Hoffenheim, eru komnir eftir á listann eftir að Massimiliano Allegri, stjóri Juventus, sagðist ekki vilja yfirgefa ítalska félagið.

Guardiola hefur greint frá því að hann muni ekki standa í vegi fyrir Arteta vilji hann taki við Arsenal heldur sagði Guardiola að hann yrði glaðasti maður í heiminum fengi Arteta kallið.

Eins og sakir standa hafa stjórnarmenn Arsenal ekki sett sig í samband við goðsagnirnar Patrick Vieira og Thierry Henry en einhverjir stuðningsmenn Arsenal vilja fá þá sem stjóra liðsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.