Golf

Tiger: Spilaði miklu betur en skorið segir til um

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger á ferðinni í gær.
Tiger á ferðinni í gær. vísir/getty

Tiger Woods sýndi oft á tíðum mögnuð tilþrif á Players-meistaramótinu um helgina en möguleikar hans á að enda með efstu mönnum sukku í vatninu á hinni frægu 17. holu Sawgrass-vallarins.

Hann endaði jafn öðrum í ellefta sæti en var um tíma í öðru sætu á mótinu. Hringina fjóra spilaði hann á 72, 71, 65 og 69 höggum.

Þó svo margt hafi glatast í vatninu á 17. holunni þá var Tiger mjög jákvæður eftir mótið enda sýndi hann lengstum að hann er að koma til baka með stæl.

„Ég spilaði rosalega vel í dag. Ég var að hitta boltann alveg ofboðslega vel. Ég var með fulla stjórn á því sem ég var að gera frá upphafshöggi fram á flötina. Mér leið vel í öllu sem ég var að gera. Ég spilaði miklu betur en skorið segir til um,“ sagði Tiger brattur en það var oft á tíðum unun að fylgjast með honum og aðdáendur hans glöddust yfir þessari frammistöðu.

Tiger var í 92. sæti heimslistans fyrir mótið en mun hoppa í sæti númer 80. Hann hefði farið mun hærra ef hann hefði ekki farið í vatnið. Tiger varð einnig af háum fjárhæðum og mikilvægum stigum í keppni um FedEx-bikarinn.


Tengdar fréttir

Simpson vann örugglega á Players

Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson sigraði Players mótið í golfi sem kláraðist í nótt. Frábær spilamennska á öðrum hring lagði grunninn að sigrinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.