Fleiri fréttir

Otto Warmbier er látinn

Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn.

Brexit-viðræður kortlagðar í Brussel

Breska samninganefndin hefur fallist á að geyma umræður um frjáls viðskipti þangað til búið er að finna lausn á kostnaði við úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu en slitaviðræður Bretlands við Evrópusambandið hófust í dag í Brussel. Utanríkisráðherra Íslands segir mikilvægt að Íslendingar gæti hagsmuna sinna í kjölfar samninga Bretlands og Evrópusambandsins.

Árásarmaðurinn í London nafngreindur

Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í grennd við Cardiff í Wales.

Einn látinn og átta slasaðir í London

Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær.

Gagnrýna sölu njósnabúnaðar

Mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýna harðlega að dönsk yfirvöld hafi gefið leyfi fyrir sölu á tæknibúnaði til Sádi-Arabíu, Óman og Katar sem gerir viðkomandi yfirvöldum kleift að njósna um heilar þjóðir á netinu, að mati sérfræðings við Berkeley-háskólann í Bandaríkjunum.

Þriggja daga þjóðarsorg í Portúgal

Ríkisstjórnin í Portúgal hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna fólksins sem fórst í skógareldunum nærri Coimbra í Portúgal. Tala látinna, sem fréttastofa BBC gefur upp, hefur hækkað og er því nú haldið fram að 62 hafi látist. Óttast er að tala látinna hækki.

Útlit fyrir yfirburðasigur En Marche

Flokki Emmanuels Macron forseta er spáð stórsigri í annarri umferð frönsku þingkosninganna sem fara fram í dag. Talið er að kjörsókn verði öllu verri en í fyrri umferð kosninganna.

Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi

Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi.

Bandarísku sjóliðarnir fundust látnir

Lík sjóliðanna sjö sem var saknað eftir árekstur bandarísks herskips og flutningaskips á föstudag eru komin í leitirnar. Japanskir fjölmiðlar segja að vatn hafi flætt inn í káetur þeirra á meðan þeir sváfu.

Tugir farast í skógareldum í Portúgal

Að minnsta kostir 43 hafa farist í miklum skógareldum nærri Coimbra í Portúgal, þar á meðal nokkur fjöldi fólks sem var að reyna að komast undan í bílum sínum. Um 1.700 slökkviliðsmenn berjast við skógarelda um allt landið.

Réttarhöldin yfir Cosby ómerkt

Dómarinn í máli gamanleikarans Bill Cosby hefur ómerkt réttarhöldin eftir að kviðdómur náði ekki að komast að niðurstöðu. Cosby er laus gegn tryggingu en saksóknari hefur gefið það út að málið verði tekið upp að nýju.

Trump með hundruð milljóna í tekjur síðasta árið

Viðskiptaveldi Donalds Trump Bandaríkjaforseta er með tekjur upp á sex hundruð milljón dollara frá því í janúar í fyrra og tekjur golfklúbbs hans í Mar-a-Lago hafa tekið stórt stökk upp á við frá því áður en hann helti sér út í stjórnmál.

Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox

Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox.

Sýknaður af drápinu á Philando Castile

Lögreglumaðurinn sem skaut blökkumanninn Philando Castile í Minnesota í fyrra var sýknaður af drápinu í gær. Móðir Castile segir bandaríska réttarkerfið bregðast svörtu fólki.

Fleiri kæra nauðganir

Kærum vegna nauðgana í Svíþjóð hefur fjölgað um 16 prósent það sem af er þessu ári frá því í fyrra.

Sjá næstu 50 fréttir