Erlent

Fleiri kæra nauðganir

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Kærum vegna nauðgana í Svíþjóð hefur fjölgað um 16 prósent það sem af er þessu ári frá því í fyrra. Í lok maí höfðu 2.224 kærur borist. Samtímis eru fleiri mál lögð niður í ár en í fyrra eða 13 á dag að jafnaði.

Samkvæmt heimildum Sænska dagblaðsins eru flókin mál látin bíða til þess að hægt sé að senda fleiri mál til saksóknara á fyrri helmingi ársins. Haft er eftir lögreglumanni að 80 nauðgunarkærur bíði nú rannsóknar sem enginn hafi haft tíma til að sinna. Í staðinn rannsaki lögreglan einstaklinga sem hafi ekið á móti rauðu ljósi eða á staur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×