Erlent

Bandarísku sjóliðarnir fundust látnir

Kjartan Kjartansson skrifar
USS Fitzgerald við akkeri í Yokosuka-herstöðinni.
USS Fitzgerald við akkeri í Yokosuka-herstöðinni. Vísir/AFP
Sjö bandarískir sjóliðar sem var saknað eftir árekstur herskipsins USS Fitzgerald og gámaflutningaskips á föstudag hafa fundist látnir, að sögn bandaríska sjóhersins og japanskra fjölmiðla.

Þrír úr áhöfn bandaríska skipsins slösuðust einnig í árekstrinum sem átti sér stað undan ströndum japönsku hafnarborgarinnar Yokosuka. Lík sjóliðanna fundust í dag eftir að björgunarmenn komust að skemmdum hlutum herskipsins samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Japanska sjónvarpsstöðina NHK segir að vatn hafi flætt inn í káetur áhafnarinnar við áreksturinn á meðan sjóliðarnir sváfu.

Bandaríska herskipið skemmdir verulega í árekstrinum en flutningaskipið er þrefalt þyngra.

Orsök árekstrarins liggja ekki ljós fyrir enn sem komið er.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×