Erlent

Græningjar í Finnlandi komnir með nýjan leiðtoga

Atli Ísleifsson skrifar
Touko Aalto.
Touko Aalto. Vihreät
Græningjar í Finnlandi hafa valið þingmanninn Touko Aalto sem nýjan formann flokksins. Hinn 33 ára Aalto hefur verið fulltrúi Mið-Finnlands á finnska þinginu frá árinu 2015.

Aalto tekur við stöðunni af Ville Niinistö sem bauð sig ekki fram til endurkjörs þar sem samkvæmt reglum Græningja getur formaður leitt flokkinn í sex ár að hámarki.

Græningjaflokkurinn hefur vaxið í formannstíð Niinistö og náði 12,5 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í apríl síðastliðinn.

Aalto hafði betur í formannskjörinu gegn Emma Kari.

Græningjar eru með fimmtán fulltrúa á 200 þinmanna þjóðþingi Finnlands.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×