Erlent

Banki greiði bætur vegna myntláns

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Stjórnendur Nordea bankans íhuga nú hvort áfrýja eigi dómnum um bætur til viðskiptavina.
Stjórnendur Nordea bankans íhuga nú hvort áfrýja eigi dómnum um bætur til viðskiptavina.
Nordea-bankinn hefur í undirrétti í Noregi verið dæmdur til að greiða hjónum bætur vegna milljónatjóns sem þau urðu fyrir. Þau höfðu tekið lán í erlendri mynt þegar þau keyptu sér sumarhús í Frakklandi. Það er mat dómstólsins að bankinn hefði átt að ráða hjónunum frá því að taka slíkt lán.

Hjónin tóku lán í svissneskum frönkum fyrir 2,5 milljónir norskra króna árið 2008. Upphæðin var komin í yfir 4,1 milljón á nokkrum árum. Bankinn var dæmdur til að greiða hjónunum 1,5 milljónir norskra króna eða næstum jafnháa upphæð og tapið hljóðaði upp á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×