Fleiri fréttir

Hryllingstrúðar stálu senunni á Bleika deginum

Bleikir hryllingstrúðar og naglalakkaðir bifvélavirkjar. Þetta var meðal þess sem sjá mátti þegar haldið var upp á bleika daginn á vinnustöðum landsins í dag. Framkvæmdastjóri krabbameinsfélagsins fagnar útbreiðslu átaksins, en segir að mæting kvenna í skimun mætti þó vera talsvert betri.

Catalina auglýsir fylgdarþjónustu á ný

Lögregla hefur undanfarið látið loka nokkrum síðum á samfélagsmiðlum þar sem vændi er auglýst til sölu. Catalina Ncogo, sem var dæmd fyrir hórmang árið 2010, auglýsir nú fylgdarþjónustu sína á Snapchat. Lögregla segir fylgdarþjónustu vera dulbúið vændi.

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Catalina Ncogo, sem var dæmd fyrir milligöngu um vændi árið 2010, auglýsir nú fylgdarþjónustu sína á Snapchat. Nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 á slaginu hálf sjö.

Höfundur Frystikistulagsins rólegur yfir gagnrýni

Þolendur heimilisofbeldis eru ósáttir við Frystikistulag Greifanna og meinta notkun þess í auglýsingum Elko. Höfundur lagsins minnir á að gerandinn í laginu fékk makleg málagjöld.

Vinnubrögðin á Alþingi ekki fólkinu að kenna

Þegar aðalatriðið í stjórnmálum snýst um hvort ríkisstjórn standi eða falli er ekki verið að ræða þau málefni sem skipta þjóðina máli. Þetta snýst þó ekki um hvaða fólk situr á Alþingi, þetta er eðli stofnunarinnar að mati Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata.

Framtíðinni gætu fylgt enn meiri rigningar fyrir austan

Spár fyrir þessa öld gera ráð fyrir að úrkoma aukist með áframhaldandi hnattrænni hlýnun, ekki síst á votviðrasömum svæðum. Milljónatjón hefur orðið í flóðum á austanverðu landinu í sumar og haust.

Allt orðið fullt á bráðamóttöku

Yfirfullt er nú á bráðamóttöku Landspítalans og er rúmanýtingin um 114 prósent, að sögn Jóns Magnúsar Kristjánssonar, yfirlæknis bráðalækninga á Landspítala.

Telja gull í Minden og fá leyfi til að opna skipið

Umhverfisstofnun ákvað á miðvikudag að veita breska félaginu Advanced Marine Services starfsleyfi til að skera gat á póstherbergi þýska flutningaskipsins Minden til að ná þaðan út skápnum sem Bretarnir telja innihalda gull og silfur.

Flokkarnir flestir á elleftu stundu með framboðslista sína

Ljóst er að meirihluti flokkanna sem ætla að bjóða fram í alþingiskosningunum 28. október næstkomandi verður á síðustu stundu með að skila inn formlegum framboðslistum sínum til yfirkjörstjórna kjördæmanna. Framboðsfrestur rennur út á hádegi í dag.

Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel

Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum.

Sjá næstu 50 fréttir