Innlent

Ólafsfirðingum ráðlagt að sjóða neysluvatnið

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Umhverfis- og tæknideild vinnur að sótthreinsun dreifikerfisins og endurbótum á vatnsbólinu.
Umhverfis- og tæknideild vinnur að sótthreinsun dreifikerfisins og endurbótum á vatnsbólinu. Vísir/Getty
Sökum mengunar í vatnsveitu Ólafsfjarðar er öllum íbúum Ólafsfjarðar ráðlagt sem varúðarráðstöfun að sjóða vatnið. Talið er að mengun í vatnsveitu Ólafsfjarðar sé bundin við vatnsbólið í Brimnesdal en hugsanlega hefur hluti dreifikerfisins mengast af völdum mengaðs vatns úr vatnsbóli Brimnesdals. Þetta kemur fram á vef Fjallabyggðar.

Sýni sem tekin voru af Heilbrigðiseftirlitinu í gær greindust menguð. Talið er að svæðið nyrst í bænum sé í lagi. Umhverfis- og tæknideild vinnur að sótthreinsun dreifikerfisins og endurbótum á vatnsbólinu í Brimnesdal en miklar rigningar tefja fyrir viðgerðum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×