Innlent

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Catalina Ncogo, sem var dæmd fyrir milligöngu um vændi árið 2010, auglýsir nú fylgdarþjónustu sína á Snapchat. Lögreglan skoðar málið en sérfræðingur í mansalsmálum segir fylgdarþjónustu vera dulbúið vændi. Lögreglan áhöfuðborgarsvæðinu hefur undanfarið látið loka nokkrum síðum ásamfélagsmiðlum þar sem vændi er auglýst til sölu. Nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 á slaginu hálf sjö.

Þar fjöllum við líka um stöðuna í pólitíkinni en frestur þeirra flokka sem bjóða fram til alþingiskosninganna 28. október næstkomandi rann út á hádegi í dag. Annmarkar eru á framboðum þriggja flokka í tveimur kjördæmum. Íslensku þjófylkingunni, Alþýðufylkingunni og Bjartri framtíð. Samkvæmt upplýsingum fráformanni yfirkjörstjórnar frá flokkarnir frest til morgun til þess að gera útbætur á listum sínum.

Þá tökum við hús á nokkrum fyrritækjum sem héldu Bleika daginn hátíðlegan í dag og verðum í beinni frá undirbúningi tónleika sænsku poppstjörnunnar Zöru Larsson sem haldnir verða íLaugardalshöllinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×