Fleiri fréttir

Fullgilda viðauka við samþykkt um afnám nauðungarvinnu

Þorsteinn Víglundsson, félags-og jafnréttismálaráðherra, afhenti í morgun Guy Ryder, forstjóra Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, fullgildingu íslenskra stjórnvalda á bókun við samþykkt stofnunarinnar um afnám nauðungarvinnu.

Fatimusjóðurinn gefur 8,6 milljónir til barna í Jemen

Fatimusjóðurinn, sem Jóhanna Kristjónsdóttir heitin stofnaði, afhenti UNICEF í dag 8,6 milljónir króna en fjármunirnir eru afrakstur söfnunar sem Jóhanna stóð fyrir allt þar til hún lést í maí síðastliðnum sem og afrakstur skákmaraþons Hrafn Jökulssonar og Hróksins.

Sérsveitin oftar en ekki á Þjóðhátíð

Sérsveitarmenn lögreglu hafa oft verið fengnir til aðstoðar við eftirlit á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þeir hafa þó ekki komist til þess undanfarin 3-4 ár en yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir lögreglu þar alltaf óska eftir aðstoð þeirra um verslunarmannahelgi. Þá hefur sérsveitin verið fengin með lögreglu í útköll vegna gesta Þjóðhátíðar.

Umsóknum um kennaranám fjölgaði um 30 prósent milli ára

Umsóknum um grunnskólakennaranám í Háskóla Íslands fjölgaði um 30 prósent milli ára. Þá er viðskiptafræði enn vinsælasta grein innan skólans og mikil aukning varð í umsóknum um nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun. Þetta kemur fram í frétttilkynningu frá Háskóla Íslands.

Vilja sameinast um sölu á lambakjöti

Markmiðið er að ná inn á betur borgandi markaði og við teljum það skynsamlegt að gera það á samræmdan hátt, segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Markaðsráðs kindakjöts.

Skotvopnaæfingum lögreglu fjölgað mikið

Almennir lögreglumenn fá tveggja vikna þjálfun á ári í skotvopnaburði. Það er mikil aukning frá því sem var fyrir þremur árum. Almenningur má búast við að sjá vopnaða sérsveitarmenn á útiskemmtunum í sumar.

Koma fyrir salernum fyrir ferðamenn á 15 stöðum

Vegagerðin vinnur að því að koma fyrir salernum fyrir ferðamenn á fimmtán stöðum á landinu. Stjórnstöð ferðamála telur það forgangsmál að bæta aðgengi að salernum á landsbyggðinni.

Borgarfulltrúar neikvæðir í garð varanlegs byssuburðar

Lögreglan verður með aukinn viðbúnað á fjölmennum samkomum í sumar vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Vopnaðir lögreglumenn voru meðal annars á ferli á sjómannadaginn og verða aftur á Secret Solstice og 17. júní.

Í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn 12 ára stúlku

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að karlmaður sæti gæsluvarðhaldi til 7. júlí næstkomandi en hann er meðal annars grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn 12 ára stúlku þegar hann kom óboðinn um inn í herbergið hennar á heimili hennar í Hafnarfirði í maí síðastliðnum.

Hörmungarástand á íslensku sumargotssíldinni

Hafrannsóknarstofnun leggur til sex prósenta aukningu á aflamarki þorsks fyrir næsta fiskveiðiár og tuttugu prósenta aukningu í ýsu. Hins vegar leggur stofnunin til stórfellda lækkun á heimildum til síldveiða, eða um 38 prósent.

Samanburður á samfélagsmiðlum hættulegur

Sextán ára stúlka sem glímdi við átröskun í nokkur ár telur samfélagsmiðla hafa mikil áhrif á sjúkdóminn. Sérfræðingur segir samanburðinn við glansmyndir sem þar birtast hættulegan og telur vanta frekari úrræði fyrir ungmenni með átröskun.

Útihljóðfæri til minningar um leikskólakennara

Á sumarhátíð leikskóla Miðborgar í dag var útihljóðfæri til minningar um leikskólakennara, sem varð bráðkvaddur fyrir ári, afhjúpað. Þá sungu krakkarnir lög sem voru í uppáhaldi hjá kennaranum.

Flug WOW air frá Miami féll niður vegna bilunar

Flug WOW air númer 132 frá Miami til Keflavíkur sem fara átti eftir tæpan klukkutíma var fyrr í dag fellt niður vegna bilunar í einni af þremur Airbus 330-þotum flugfélagsins.

Fleiri í stöðugu eftirliti lögreglunnar

Vopnuð sérsveit verður áfram á fjölmennum viðburðum þar til annað verður ákveðið að sögn Ríkislögreglustjóra. Hann segir að fjölgað hafi á lista yfirvalda yfir vaktaða einstaklinga.

Þrjár leiðir til að draga úr áhættu vegna fjárfestingastarfsemi bankanna

Verulega hefur dregið úr fjárfestingastarfsemi viðskiptabankanna frá hruni samkvæmt nýrri skýrslu starfshóps fjármálaráðherra um málið. Ráðherra telur að skýrslan sýni að ekki sé nauðsynlegt aðskilja þessa starfsemi frá bönkunum til koma í veg fyrir meiriháttar áföll í framtíðinni.

Ísfirskir krakkar selja ferðamönnum lambaknús

Fjórir ísfirskir krakkar, sem nýkomnir eru í sumarfrí, hófu í dag að bjóða ferðamönnum að „hitta lömb og faðma þau“ fyrir 100 íslenskar krónur – eða 1 Bandaríkjadal. Móðir tveggja barnanna segir þau hafa hugsað sér gott til glóðarinnar þegar þau sáu skemmtiferðaskip, fullt af ferðamönnum, sigla í höfn á Ísafirði í morgun.

Útlit fyrir regnhlífaveður á 17. júní

Útlit er fyrir einhverja rigningu á öllu landinu á þjóðhátíðardaginn sem haldinn verður hátíðlegur næstkomandi laugardag. Gestir tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sem hefst á fimmtudag og stendur fram á sunnudag, geta því einnig átt von á nokkurri vætu.

Sjá næstu 50 fréttir