Innlent

Keflavíkurflugvöllur í 47. sæti yfir bestu flugvelli heims

Kjartan Kjartansson skrifar
Flugvellirnir á listanum eru metnir eftir stundvísi, gæðum og þjónustu. Keflavíkurflugvöllur er um miðbik listans.
Flugvellirnir á listanum eru metnir eftir stundvísi, gæðum og þjónustu. Keflavíkurflugvöllur er um miðbik listans. Vísir/Vilhelm
Tveir norrænir flugvellir eru á lista tíu bestu flugvalla í heimi. Keflavíkurflugvöllur er í 47. sæti af af 76 flugvöllum sem eru metnir eftir stundvísi, gæðum og þjónustu.

Fyrirtækið AirHelp tekur listann saman. Á toppnum trónir Changi-flugvöllur í Singapúr, flugvöllurinn í Munchen og í Hong Kong. Kastrup-flugvöllur í Danmörku er í fjórða sæti og Vantaa-flugvöllur í Finnlandi í því fimmta.

Í frétt Sky-fréttastofunnar kemur fram að fjórir breskir flugvellir eru á meðal þeirra tíu verstu á listanum, þar á meðal Stansted og Gatwick. Flugvöllurinn í Kúvaít er sagður sá versti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×