Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Vopnaðir sérsveitarmenn verða áfram á fjölmennum viðburðum í sumar þar til annað verður ákveðið. Rætt verður við Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann segir að fjölgað hafi á lista yfirvalda yfir vaktaða einstaklinga á Íslandi.

Í kvöldfréttum verður jafnframt rætt við sextán ára stúlku sem glímt hefur við átröskun undanfarin ár, en hún telur samfélagsmiðla hafa mikil áhrif á sjúkdóminn. Sérfræðingur segir samanburðinn við glansmyndir sem þar birtast hættulegan.

Við verðum síðan í beinni útsendingu frá vináttulandsleik kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu við Brasilíu á Laugardalsvelli, og frá Vestmannaeyjum þar sem Kristján Már Unnarsson kynnir sér nýtt hvalaævintýri Eyjamanna sem hafa ásamt breskum aðilum sótt um leyfi til að flytja inn þrjá lifandi hvali úr skemmtigarði í Kína.

Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útseningdu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×