Innlent

Varað við snörpum vindhviðum á Suðurlandi í kvöld

Kjartan Kjartansson skrifar
Spáð er norðaustan 10-18 m/s með suður- og suðausturströndinni í kvöld.
Spáð er norðaustan 10-18 m/s með suður- og suðausturströndinni í kvöld. Vísir/Vilhelm
Veðurstofan varar við snörpum vindhviðum við fjöll syðst á landinu um tíma í kvöld. Hviðurnar geti verið varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Að öðru leyti er spáð norðaustlægri átt, 3-10 m/s og víða skýjuðu með köflum og stöku skúrum inn til landsins í dag. Undir kvöld á að ganga í norðaustan 10-18 m/s með suður- og suðausturströndinni . Þá á að þykkna upp og byrja að rigna.

Hægari norðlægri átt er spáð á morgun, dálítilli rigningu en þurru að mestu norðan- og norðvestanlands. Hiti verður á bilinu níu til sautján stig, hlýjast vestantil en svalara á annesjum norðaustanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×