Innlent

Einn slasaður eftir árekstur á Höfðabakkabrú

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Brúnni var lokað í kjölfarið en hún hefur nú verið opnuð aftur.
Brúnni var lokað í kjölfarið en hún hefur nú verið opnuð aftur. Vísir/Eyþór
Einn var fluttur á slysadeild eftir að þrír bílar lentu í árekstri á Höfðabakkabrú eftir klukkan fjögur í dag.

Maðurinn er ekki alvarlega slasaður. Brúnni var lokað í kjölfarið en hún hefur nú verið opnuð aftur. Samkvæmt lögreglunni á svæðinu var mikið umferðaröngþveiti í kjölfar slyssins en allir héldu ró sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×