Innlent

Fjarlægðu mann af sambýlinu Rangárseli með aðstoð sérsveitar

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Starfsmennirnir voru ekki alvarlega slasaðir.
Starfsmennirnir voru ekki alvarlega slasaðir. lögreglan
Maður var fjarlægður af sambýlinu Rangárseli í Reykjavík nú síðdegis, eftir að hafa ráðist á starfsmenn sambýlisins. Maðurinn er fatlaður og hefur verið sviptur sjálfræði. Starfsmennirnir slösuðust ekki alvarlega.

Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar í Kópavogi, staðfestir að samkvæmt verklagi hafi sérsveit Ríkislögreglustjóra meðal annars verið fengin á svæðið til að fjarlægja manninn.

„Heimilsfólkið þurfti aðstoð af því hann missti stjórn á skapinu og við mættum á staðinn og fjarlægðum hann,“ segir Gunnar og staðfestir að maðurinn sé vistaður í fangageymslum sem stendur. Gunnar segir að það verði talað við manninn í fyrramálið og þá verði tekin ákvörðun um framhaldið.

Maðurinn hefur ekki áður komið við sögu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×