Innlent

Útihljóðfæri til minningar um leikskólakennara

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Á sumarhátíð leikskóla Miðborgar í dag var útihljóðfæri til minningar um leikskólakennara, sem varð bráðkvaddur fyrir ári, afhjúpað. Þá sungu krakkarnir lög sem voru í uppáhaldi hjá kennaranum.

Sumarhátíðin hófst klukkan þrjú dag og og stóð í um tvo tíma. Á hátíðinni afhjúpaði foreldrafélag leikskólans á Lindarborg, svokallað útihljóðfæri, til minningar um Stefán Valmundsson, fyrrverandi deildarstjóra á leikskólanum.

Stefán varð bráðkvaddur í júní í fyrra en hann lést tveimur dögum eftir 32 ára afmælisdaginn sinn. Foreldrar leikskólabarnanna hófu söfnun skömmu eftir andlát hans og hefur nú minnisvarða um hann verið komið fyrir á lóð leikskólans.

Þá mætti fjölskylda Stefáns og voru afar þakklát.

Álfheiður Björgvinsdóttir, foreldri barns í leikskólanum, segir að Stefán hafi verið yndislegur og hann hafi náð vel til barnanna.  

Á hátíðinni sungu krakkarnir lög sem höfðu verið í uppáhaldi hjá Stefáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×