Innlent

Kári skipar sænskum útvarpsmanni fyrir verkum

Jakob Bjarnar skrifar
Svíar klóra sér í kollinum vegna ákveðni Kára Stefánssonar, sem lét ekki sænska útvarpskonu vaða yfir sig.
Svíar klóra sér í kollinum vegna ákveðni Kára Stefánssonar, sem lét ekki sænska útvarpskonu vaða yfir sig.
Framganga Kára Stefánssonar í þætti á sænska ríkisútvarpinu hefur vakið nokkra athygli í Svíþjóð og er greint sérstaklega frá henni á vef Svergies Radio.

Kári vekur óskipta athygli hvar sem hann fer og ekki að ófyrirsynju. Nýverið var hann gestur í vikulegum útvarpsþætti í sænska útvarpinu þar sem fjallað er um nýjustu tækni og vísindi. En, það voru ekki kenningar hans sem fóru fyrir brjóstið á furðu lostnum Svíum, heldur það hvernig hann skipaði umsjónarmanni þáttarins fyrir verkum. Þar er ekki auðmýktinni fyrir að fara frekar en fyrri daginn.

Samkvæmt hljóðrásinni vill hún fá hann til að sitja á tilteknum stað í viðtalinu en það telur Kári alveg af og frá. Hann heldur því fram að hann hefði gert þetta ótal sinnum áður, og hún, sem hann kallar, „my dear“, skuli ekki voga sér að reyna að segja sér fyrir verkum. En, sjón er sögu ríkari, eða heyrn öllu heldur. Heyra má af samskiptum þeirra hér neðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×