Fleiri fréttir

Vilja laga aðstöðu farþega í Mjódd

Um fjórar milljónir farþega fara árlega um skiptistöðina í Mjódd og bar Sjálfstæðisflokkurinn upp tillögu á borgarráðsfundi um að bæta aðstöðu farþega.

Yngst íslenskra lækna til að verða doktor í skurðlækningum

Þrátt fyrir að Selfyssingurinn Guðrún Nína Óskarsdóttir sé ekki nema 29 ára gömul og tveggja barna móðir þá er hún orðinn doktor í skurðlæknisfræði, yngst íslenskra lækna. Eiginmaður Guðrúnar Nínu er líka læknir, pabbi hennar er læknir og tvær systur hennar eru læknar og bróðir hennar er með meistarapróf í lyfjafræði.

Fundað um netöryggi á öruggum stað

Mikill viðbúnaður var við fund þjóðaröryggisráðs á öryggissvæði NATO og Landhelgisgæslunnar á varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll í dag. Netöryggismál voru fyrirferðamikil á fundinum auk þess sem rætt var um vopnaburð sérsveitarinnar um helgina

Sexmenningarnir voru ekki yfirheyrðir í dag

Ekki er vitað hver tilgangur árásarinnar var og vildi Grímur ekki staðfesta að um handrukkun væri að ræða. Upp undir einn tugur vitna hefur setið yfirheyrslur undanfarið og búið er að yfirheyra þau öll.

Fundur þjóðaröryggisráðs stóð í tæpa fjóra tíma

Fundi þjóðaröryggisráðs lauk nú á sjötta tímanum en ráðið kom saman til fundar klukkan tvö í dag á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði.

Eigandi gullhringsins í laukhýðispottinum fundinn

Máttur samfélagsmiðlanna er greinilega mikill þar sem eigandinn er nú fundinn. Eigandinn er Guðrún Gestsdóttir frá Eskiholti í Borgarfirði og er hún gift umræddum Sveini Finnssyni bónda í Eskiholti. Guðrún sjálf sá auglýsinguna um hringinn á Facebook og taldi sig kannast við hann.

Minntust franskra sjóara sem sóttu sjóinn á Íslandi

Sólin brosti sínu breiðasta í gærmorgunn þegar hópur fólks kom saman á horni Lindagötu og Frakkastígs. Tilefnið var að afhjúpa skjöld við gamla franska spítalann til minningar um franska sjómenn sem sóttu sjóinn.

Fornminjar fundust á framkvæmdasvæði

Fornleifarannsóknir á Dysnesi, rétt norðan við Akureyri, þar sem stórskipahöfn Eyfirðinga á að rísa benda til fjölda kumla á svæðinu. Fyrsta kumlið fundið með haugfé frá víkingaöld. Til stendur að kanna allt svæðið á næstu dögum.

Fann giftingarhring í laukhýðispotti

"Það væri svo dásamlegt að geta komið honum til skila,“ segir Guðrún Bjarnadóttir um giftingarhring sem hún fann í laukhýðispottinum sínum.

Eldur kom upp í Bankastræti

Allt tiltækt slökkvilið var kallað til þegar eldur kom upp í íbúðarhúsi í Bankastræti í miðbæ Reykjavíkur í dag.

Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð

Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum.

Fengu dekk af sjúkrabíl í fangið: „Einstaka tilviljun að þarna skyldi ekki verða dauðaslys“

Dekk losnaði undan sjúkrabíl sem var á leið frá Hvolsvelli og á Selfoss snemma í morgun. Dekkið lenti framan á sendibíl, sem kom úr gagnstæðri átt, en farþegi bílsins segir ótrúlega mildi að ekki hafi farið verr. Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi segir málið "gríðarlega skrýtið“ en nú tekur við ítarleg skoðun á ástandi sjúkrabílsins og tildrögum atviksins.

Ögrandi skilaboð skrifuð í mosa við Nesjavelli

"Ég vona að þetta vekji fólk til umhugsunar,“ segir Gunnar Arngrímur Birgisson sem vakti athygli á skemmdarverkum sem óprúttnir aðilar hafa unnið á mosa í hlíð við Nesjavelli. Í hlíðinni má greina skilaboð sem greypt hafa verið í mosann á borð við "send nudes“ og "life“ svo einhver séu nefnd.

Slóst á tjaldstæði og hótaði gestum

Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Tilkynnt var um tvo menn í slagsmálum á tjaldstæði í austurbæ Reykjavíkur. Þá var ekið aftan á bifreið á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar. Tjónvaldur stakk af en var handtekinn skömmu síðar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Sjá næstu 50 fréttir