Innlent

Brunaæfing á Keflavíkurflugvelli orsakaði reykjarmökk

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Guðni nefnir að um reglubundna æfingu hafi verið að ræða.
Guðni nefnir að um reglubundna æfingu hafi verið að ræða.
Mikill reykur barst frá Keflavíkurflugvelli í kvöld og mátti sjá reykjarmökkinn alla leið frá Kópavogi. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir að um brunaæfingu hjá Björgunar og slökkviþjónustu á Keflavíkurflugvelli hafi verið að ræða. Kveikt hafi verið í úrgangsolíu og æfð voru viðbrögð við olíueldi. Guðni segir að svo mikill reykur sé algengur á æfingum sem þessum.

„Eina leiðin til að æfa það að slökkva mikinn olíueld er að kveikja olíueld,“ segir Guðni og nefnir að stundum sé einnig notast við einskonar eldfugl sem er gasleiðslum sem kveikt er í. Þetta sé allt þáttur í öryggi flugvallarins.

„Þeir þurfa að vera sérhæfðir í því að slökkva eld í flugvélum ef til þess kemur. Til þess að reka flugvöll þar maður að standast það að það sé alltaf  fullbúinn mannskapur sem er tilbúinn að bregðast fljótt við ef eitthvað kemur upp á,“ segir Guðni í samtali við Vísi.

Guðni nefnir að um reglubundna æfingu hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×