Innlent

Vilja sameinast um sölu á lambakjöti

Markmiðið er að ná inn á betur borgandi markaði og við teljum það skynsamlegt að gera það á samræmdan hátt, segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Markaðsráðs kindakjöts.
Markmiðið er að ná inn á betur borgandi markaði og við teljum það skynsamlegt að gera það á samræmdan hátt, segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Markaðsráðs kindakjöts.
Markaðsráð kindakjöts hefur leitað til Samkeppniseftirlitsins með ósk um undanþágu frá samkeppnislögum vegna samstarfs sláturleyfishafa á Íslandi um útflutning og markaðssetningu íslensks kindakjöts á erlendum mörkuðum.

„Markmiðið er að ná inn á betur borgandi markaði og við teljum það skynsamlegt að gera það á samræmdan hátt,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Markaðsráðs kindakjöts.

Oddný Steina Valsdóttir, varafofmaður Landssamtaka sauðfjárbænda
Útflutningur á lambakjöti hefur hingað til verið á hendi hvers og eins sláturleyfishafa en öll markaðssetning erlendis hefur verið undir merkjum íslensks lambs. Smæð fyrirtækja hefur þó valdið því að íslensk fyrirtæki hafa orðið undir í alþjóðlegri baráttu. Þótt sameiginleg velta íslenskrar sauðfjárræktar sé talin í milljörðum króna telja stærstu framleiðslulönd sauðfjárafurða veltu sína í þúsundum milljarða.

„Það er svo sem ekkert nýtt í því að það sé verið að flytja út þriðjung framleiðslunnar á hverju ári. En það er ekki á velborgandi markaði nema að litlu leyti. Við sjáum að við getum sótt virðisauka á betur borgandi markaði og gerum það á skilvirkari hátt en áður,“ segir Oddný.

„Það hefur ekki verið nein skynsemi í hvernig hlutirnir hafa verið gerðir og við teljum að það sé hægt að sækja fram. Það er ákveðin þekking til staðar og ég vil meina að núna sé tækifærið. Í ljósi stöðunnar verðum við að beita öllum ráðum,“ segir Oddný og bendir á að sterk króna hafi ekki hjálpað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×