Formúla 1

Fréttamynd

Renault hefur áhuga á Raikkönen

Forráðamenn Renault-liðsins í formúlu 1 segja það ekkert leyndarmál að þeir hafi mikinn áhuga á að fá finnska ökuþórinn Kimi Raikkönen til liðs við sig á næsta keppnistímabili þegar heimsmeistarinn Fernando Alonso gengur í raðir McLaren.

Formúla 1
Fréttamynd

Montoya er á sínu síðasta tímabili í Formúlu 1

Kólumbíski ökuþórinn Juan Pablo Montoya hefur tilkynnt að hann ætli að hætta sem ökumaður í Formúlu 1 að loknu yfirstandandi keppnistímabili. Samningur Montoya við McLaren liðið rennur út á þessu ári og ætlar kappinn að reyna fyrir sér í Nascar í Bandaríkjunum.

Sport
Fréttamynd

Bridgestone sér um alla hjólbarða árið 2008

Forráðamenn japanska dekkjaframleiðandans Bridgestone hafa undirritað samning sem tryggir að framleiðandinn skaffar öllum keppnisliðunum dekk á heimsmeistaramótinu árið 2008. Michelin hættir að skaffa dekk í formúlu eitt eftir yfirstandandi tímabil, en þar á bæ eru menn mjög ósáttir við starfshætti í íþróttinni og segja hana mismuna dekkjaframleiðendum.

Sport
Fréttamynd

Enn vinnur Alonso

Heimsmeistarinn Fernando Alonso sigraði í Kanadakappakstrinum sem fram fór í Montreal í dag, en þetta var fyrsti sigur hans í Norður-Ameríku á ferlinum. Alonso leiddi frá upphafi til enda og Michael Schumacher hafnaði í öðru sæti. Kimi Raikkönen varð þriðji og félagi Alonso, Giancarlo Fisichella, kom þar á eftir í fjórða sætinu. Þetta var fimmti sigur Spánverjans unga í röð og er heldur hann því góðu forskoti sínu í stigakeppni ökumanna.

Sport
Fréttamynd

Fimmti ráspóllinn í röð hjá Alonso

Heimsmeistarinn Fernando Alonso verður á ráspól í kanadíska kappakstrinum í Montreal á morgun eftir að hann náði besta tímanum í tímatökunum í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem hann er á ráspól í þessari keppni, en í fimmta skipti í röð á þessu keppnistímabili sem hann ræsir fyrstur.

Sport
Fréttamynd

Renault í sérflokki á lokaæfingum í Montreal

Renault-ökumennirnir Fernando Alonso og Giancarlo Fisichella náðu bestum tíma allra á lokaæfingunum fyrir tímatökurnar í Montreal-kappakstrinum. Heimsmeistarinn Alonso hefur aldrei komist á verðlaunapall í Kanada, en hefur verið í fantaformi á æfingunum og er til alls líklegur í þetta sinn.

Sport
Fréttamynd

Ecclestone hraunar yfir Bandaríkjamenn

Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone hefur nú kastað olíu á eldinn þegar kemur að keppnishaldi í Bandaríkjunum á heimsmeistaramótinu í Formúlu 1. Hin árlega keppni þar í landi fer fram 2. júlí, en það er síðasta keppnin þar í landi á gildandi samningi og miklar umræður hafa verið um að hún gæti orðið sú síðasta.

Sport
Fréttamynd

Fisichella áfram hjá Renault

Ökuþórinn Giancarlo Fisichella hefur framlengt samning sinn við lið Renault í Formúlu 1út næsta keppnisár, en gamli samningurinn hefði runnið út að loknu yfirstandandi tímabili. Nokkur óvissa hafði ríkt um framtíð ítalans hjá liðinu og höfðu þeirKimi Raikkönen, Juan Pablo Montoya og Mark Webber allir verið orðaðir við Renault. Heimsmeistarinn Fernando Alonso fer sem kunnugt er frá liðinu til McLaren á næsta tímabili.

Sport
Fréttamynd

Stjóri McLaren ánægður með Alonso

Martin Whitmarsh, stjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, segist gríðarlega ánægður með frábæran árangur heimsmeistarans undir merkjum Renault það sem af er tímabili, en Alonso hefur sem kunnugt er gert samning við McLaren frá og með næsta keppnistímabili.

Sport
Fréttamynd

Alonso á ráspól á Silverstone

Heimsmeistarinn Fernando Alonso á Renault verður á ráspól í breska kappakstrinum á Silverstone-brautinni á morgun. Alonso skaust naumlega fram úr Michael Schumacher og Kimi Raikkönen á lokasprettinum, en félagi Schumacher, Felipe Massa, náði fjórða besta tímanum.

Sport
Fréttamynd

Næsta keppni gæti markað nýtt upphaf

Michael Schumacher segist vera mjög ánægður með þróun Ferrari-bílsins á síðustu vikum og á von á því að breski kappaksturinn um næstu helgi marki nýtt upphaf fyrir liðið.

Sport
Fréttamynd

Schumacher langt frá því að gefast upp

Þýski ökuþórinn Michael Schumacher hjá Ferrari er langt frá því að ætla að leggja árar í bát þó hann hafi orðið fyrir mótlæti í Mónakókappakstrinum um síðustu helgi og ætlar að byggja á góðum akstri sínum, sem skilaði honum í fimmta sæti þó hann hefði þurft að ræsa síðastur í upphafi keppni.

Sport
Fréttamynd

Lætur gagnrýnendur heyra það

Fyrrum heimsmeistarinn Michael Schumacher heldur stöðugt fram sakleysi sínu eftir atburðina í tímatökunum í Mónakó í gær. Schumacher var færður aftast í rásröðina í dag fyrir vikið, en hann náði engu að síður fimmta sætinu með ótrúlegum akstri.

Sport
Fréttamynd

Alonso sigraði í Mónakó

Heimsmeistarinn Fernando Alonso sigraði í Mónakókappakstrinum í Formúlu 1 í dag og náði 21 stigs forystu á Michael Schumacher í keppni ökumanna. Schumacher náði fimmta sætinu eftir að hafa ræst síðastur. Juan Pablo Montoya náði öðru sætinu og David Coulthard varð þriðji, en þeir náðu verðlaunasætunum eftir að Kimi Raikkönen og Marc Webber lentu í vandræðum með bíla sína.

Sport
Fréttamynd

Schumacher sendur aftast í rásröðina

Michael Schumacher hjá Ferrari þarf að ræsa aftastur í rásröðinni í Mónakókappakstrinum á morgun eftir að hann var fundinn sekur um að hafa viljandi reynt að hindra aðra keppendur á lokahringnum í tímatökum í dag. Það verður því heimsmeistarinn Fernando Alonso sem ræsir fyrstur og á um leið mjög góða möguleika á sínum fyrsta sigri á brautinni á ferlinum.

Sport
Fréttamynd

Umdeildur ráspóll hjá Schumacher

Michael Schumacher varð hlutskarpastur í tímatökum fyrir Mónakókappaksturinn í Formúlu 1 í dag, en sigur hans var mjög umdeildur. Schumacher er sakaður um að hafa viljandi snúið bíl sínum á brautinni í síðasta hringnum til að hindra Fernando Alonso og fleiri sem voru að reyna að bæta tíma hans og rannsókn er hafin á atvikinu.

Sport
Fréttamynd

Alonso reiknar með óvæntum úrslitum

Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault reiknar fastlega með því að óvænt nöfn gætu orðið á meðal efstu manna í Mónakókappakstrinum um helgina.

Sport
Fréttamynd

Schumacher bjartsýnn

Michael Schumacher segist ekki leggja jafn mikið upp úr því og aðrir að ná ráspól í Mónakókappakstrinum um næstu helgi, en eins og flestir vita eru aðstæður til framúraksturs þar ekki góðar og því hafa tímatökurnar mikið vægi í keppninni.

Sport
Fréttamynd

Samkomulag um framtíð F1 í höfn

Bernie Ecclestone skrifaði í dag undir samkomulag við lið Renault, BMW, Mercedes, Honda og Toyota um að halda áfram keppni í heimsmeistaramótinu á næstu árum, en þessi lið höfðu hótað að draga sig úr keppni og stofna nýtt mót vegna almennrar óánægju með fyrirkomulag mótsins í núverandi mynd og vildu stærri hluta af innkomunni.

Sport
Fréttamynd

Scumacher gerir lítið úr tapinu

Michael Schumacher neitar að gera of mikið úr því að Fernando Alonso hafi tekið hann í bakaríið í Spánarkappakstrinum um helgina og segir nóg eftir af mótinu.

Sport
Fréttamynd

Alonso sigraði á heimavelli

Heimsmeistarinn Fernando Alonso sigraði örugglega í Spánarkappakstrinum sem fram fór í Barcelona í dag. Alonso leiddi frá upphafi til enda í dag og olli fjölmörgum stuðningsmönnum sínum engum vonbrigðum. Michael Schumacher hjá Ferrar hafnaði í öðru sæti og Giancarlo Fisichella hjá Renault varð þriðji.

Sport
Fréttamynd

Óheppnin eltir Coulthard

David Coulthard hafði ekki heppnina með sér í tímatökunum fyrir Spánarkappaksturinn í dag, en hann verður á morgun aðeins áttundi ökumaðurinn í sögunni til að taka þátt í 200 keppnum. Coulthard ók bíl sínum út af brautinni í dag og þarf að ræsa í næst síðasta sætinu á morgun.

Sport
Fréttamynd

Alonso á ráspól

Heimamaðurinn Fernando Alonso verður á ráspól í Spánarkappakstrinum í Formúlu 1 á morgun eftir að hann náði besta tímanum í tímatökum í dag. Félagi hans hjá Renault, Giancarlo Fisichella náði öðrum besta tímanum og Michael Schumacher varð að gera sér þriðja sætið að góðu.

Sport
Fréttamynd

Alonso í stuði

Heimsmeistarinn Fernando Alonso náði bestum tíma aðalökumanna á æfingum fyrir tímatökur í Spánarkappakstrinum sem fram fer á sunnudaginn. Alonso var reyndar sektaður fyrir að aka of hratt á viðgerðarsvæðinu í fyrri umferð sinni, en hann náði þriðja besta tíma allra á æfingunni. Besta tímanum náði Anthony Davidson, æfingaökumaður hjá Honda-liðinu.

Sport
Fréttamynd

Alonso hefur engar áhyggjur af Ferrari

Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault segist ekki hafa meiri áhyggjur af Ferrari-liðinu en öðrum keppinautum sínum það sem af er keppnistímabilinu, en Ferrari hefur sem kunnugt er sigrað í tveimur síðustu keppnum.

Sport
Fréttamynd

Alonso kallar á úrbætur

Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault vill að lið hans spýti í lófana fyrir næstu keppni til að bregðast við góðri byrjun fyrrum heimsmeistarans Michael Schumacher og Ferrari í móti ársins, en Þjóðverjinn hefur nú unnið tvær keppnir í röð. Næsta mót fer fram á heimavelli Alonso á Spáni strax um næstu helgi.

Sport
Fréttamynd

Annar sigur Schumacher í röð

Michael Schumacher á Ferrari sigraði Þýskalandskappaksturinn í Formúlu 1 í Nürburgring í dag og landaði þar með sínum öðrum sigri í röð. Heimsmeistarinn Fernando Alonso á Renault varð annar og Felipe Massa á Ferrari varð þriðji en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemst á verðlaunapall í Formúlu 1.

Sport
Fréttamynd

Alonso með besta tímann í tímatökum

Spánverjinn Fernando Alonso á Renault verður á ráspól í Evrópukappakstrinum í Nürburgring í Formúlu 1 kappakstrinum á morgun en tímatökunni lauk nú upp úr hádegi. Michael Schumacher á Ferrari varða annar og félagi hans, Felipa Massa varð þriðji.

Sport
Fréttamynd

Schumacher íhugar að keppa í tvö ár enn

Luca di Montezemolo, forseti Ferrari, segir að þýski ökuþórinn Michael Schumacer sé að íhuga að halda áfram keppni í Formúlu 1 í tvö ár til viðbótar. "Ég held að Michael vilji keppa eitt ár í viðbót, en umfram allt sleppa við sömu vangaveltur að ári og því gæti hann allt eins samið út árið 2008," sagði forsetinn. "Við viljum hafa hann áfram og ef hann verður á samkeppnishæfum bíl, held ég að hann kjósi að halda áfram að keppa."

Sport
Fréttamynd

Nýtt lið til keppni árið 2008

Nýtt keppnislið hefur nú verið samþykkt inn á mótaröðina í Formúlu 1 árið 2008 og verða keppnisliðin því orðin 12. Nýja liðið verður undir stjórn David Richards og ber nafnið Prodrive. Richards þessi var áður liðsstjóri BAR og Benetton, en hefur ekki verið viðriðinn Formúlu 1 í tvö ár. Tíu umsóknum um inngöngu í mótaröðina var hafnað, þar sem menn eins og Eddie Jordan, Paul Stoddard og Craig Pollock voru á meðal þeirra sem voru úti í kuldanum.

Sport