Uppskriftir

Fréttamynd

Grillaður aspas með parmesan-osti

Á þessum árstíma fyllast verslanir landsins af ferskum aspas frá Evrópu. Aspas er einstaklega ljúffengur einn og sér eða sem meðlæti með ýmsu kjöti og fiskmeti. Einfaldleikinn er oft í fyrirrúmi þegar hann er eldaður og hér er afar einföld og fljótleg uppskrift að grilluðum aspas með parmesan-osti, ólífuolíu og sítrónu.

Matur
Fréttamynd

Lakkrísdöðlukonfekt sem er fullkomið í partíið

Meðfylgjandi uppskrift að einstöku döðlukonfekti er í miklu uppáhaldi hjá matarbloggaranum Margréti Theodóru Jónsdóttur, sem heldur úti blogginu Kakan mín. Margrét segir konfektið vera fullkomið í hvaða partí sem er.

Matur
Fréttamynd

Ris a l'amande með stífþeyttum eggjahvítum

Fjölskylda Heklu Arnardóttur fær ekki nóg af hinu árlega Ris à l'amande en það er borðað á aðfangadag, jóladag og annan í jólum. Uppskriftin er frá ömmu Heklu og er óvenjuleg en í henni eru eggjarauður og stífþeyttar eggjahvítur.

Jól
Fréttamynd

Með brúnkurnar á heilanum

Gómsæt uppskrift að hrábrúnkum frá Ellu Mills. Þær eru svo gómsætar að hún borðar þær stundum áður en þær eru fullkláraðar. Ekki skemmir fyrir að brúnkurnar er auðvelt að gera. Nýlega kom út bók með uppskriftum Ellu á íslensku.

Matur
Fréttamynd

Smákökurnar slógu í gegn

Gamaldags smákökur voru vinsælar meðal eldra fólks úr Vinaminni á Selfossi þegar nemendur Sunnulækjarskóla buðu því í kaffi og kökur á dögunum.

Jól
Fréttamynd

Hindberjaterta með rauðum súkkulaðihjúp 

Eva Rún Michelsen elskar jólahátíðina og það sem henni fylgir en hún kemst yfirleitt ekki almennilega í jólastemninguna fyrr en í desember. Hindberjatertan hennar er sniðugur eftirréttur um hátíðarnar þar sem hún er ekki of þung í maga.

Jól
Fréttamynd

Guðdómleg ostakökufyllt jarðarber

Þröstur Sigurðsson veit fátt betra en að fara í jólapeysu, smella Bing Crosby jólaplötunni á plötuspilarann, gera heitt súkkulaði og baka. Hann segir jólin vera tímann sem hann vill helst halda sem flest boð, fá gesti og gera vel við þá.

Jól
Fréttamynd

Lystaukandi forréttir

Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch heldur úti vefsíðunni Koparlokkar og kræsingar þar sem hún heldur utan um uppskriftir af ýmsum toga. Hún gefur hér uppskriftir að tveimur ferskum forréttum sem henta vel á undan jólamáltíðinni.

Jól
Fréttamynd

Sigraði smákökusamkeppni KORNAX

Kristín Arnórsdóttir stjórnmálafræðingur fór með sigur af hólmi í smákökusamkeppni KORNAX í liðinni viku. Hún segist haldin bökunaráráttu og hrærir deigið í gamalli hrærivél ömmu sinnar. Hún planar jólabaksturinn mánuðum saman.

Matur
Fréttamynd

Lax: Nauðsynlegt að nota tilfinninguna

Stangveiðisumarið 2016 er að baki og eflaust eiga margir bleikan fisk í sínum frysti. Jóhann Gunnar Arnarsson er bæði veiðimaður og bryti og flestum betri í að leiðbeina lesendum í matreiðslu á laxi.

Matur
Fréttamynd

Uppskriftir Sigmars í nýrri bók

Sigmar B. Hauksson var þekktur matgæðingur og ástríðukokkur. Hann var með sjónvarpsþætti um mat og ferðalög, skrifaði greinar í blöð og tímarit auk þess að vera öflugur veiðimaður. Ný bók, Úr búri náttúrunnar, kemur út fljótlega.

Matur
Fréttamynd

Var sykurfíkill: Sykurlaus en ljúffeng kaka

Júlía Magnúsdóttir ánetjaðist sykri og varð fyrir heilsutjóni en aðstoðar nú fólk við að losa sig við sykurinn. Hún segir sykur falinn í mörgum fæðutegundum og að mikilvægt sé að byrja hægt og rólega á hreinna mataræði.

Matur
Fréttamynd

Rófan nefnd appelsína norðursins

Gulrófan hefur verið ræktuð í íslenskri mold í rúm 200 ár og snædd í kotum og á hefðarheimilum. Ómissandi í kjötsúpuna og afbragð með saltfisknum. En hún er líka góð af grillinu og í gratínið og hentar vel sem snakk og millimál.

Matur