Viðbrögðin sýna tangarhald Trumps á Repúblikanaflokknum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gæti mögulega verið fundinn sekur um brot á lögum sem hann sjálfur þyngdi refsinguna við töluvert. Það er að segja ef hann braut lög með því að flytja opinber gögn, og þar á meðal leynilegt gögn, með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Trump er sagður vera að leita sér að lögmönnum til að mögulega verja sig. 11.8.2022 14:30
Segja Rússland vera hryðjuverkaríki Þingmenn Lettlands samþykktu í morgun ályktun um að Rússland væri hryðjuverkaríki og aðgerðir Rússa í Úkraínu væru tilraunir til þjóðarmorðs á úkraínsku þjóðinni. Þingmennirnir kölluðu eftir því að önnur ríki lýsi því einnig yfir að Rússland sé hryðjuverkaríki. 11.8.2022 11:29
Sífellt fleiri reyna að komast til Kanaríeyja og margir hafa dáið Minnst 9.589 manns hafa flúið frá ríkjum Afríku til Kanaríeyja á þessu ári. Það er aukning um 27 prósent, samanborið við sama tímabil í fyrra. Leiðin er þó mjög hættulegt og minnst þúsund hafa dáið við að fara hana, samkvæmt hjálparsamtökum sem starfa á svæðinu. 11.8.2022 10:37
Spider-Man Remastered: Spidey er enn frábær á PC Það hefur reynst Sony vel að gefa út leiki sína á PC nokkrum árum eftir upprunalega útgáfu. Það hefur hingað til verið gert við God of War, Days Gone og fleiri leiki en nú er komið að Köngulóarmanninum. 10.8.2022 16:54
Reyndi að ráða þjóðaröryggisráðgjafa Trumps af dögum Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært íranskan hermann fyrir ráðabrugg um að að ráða John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna af dögum. Talið er að morðið hafi átt að vera hefndaraðgerð eftir að Bandaríkjamenn felldu íranskan herforingja í loftárás í Írak. 10.8.2022 15:59
Neitaði að svara spurningunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, neitaði að svara spurningum rannsakenda ríkissaksóknara New York við vitnaleiðslur í dag. Til þess nýtti hann rétt Bandaríkjamanna til þess að sakbenda sjálft sig ekki. 10.8.2022 14:39
Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Steven Seagal, hinn víðfrægi bandaríski leikari, er nú staddur í Úkraínu á svæðum sem Rússar hafa hernumið. Þar er hann sagður vinna að gerð heimildarmyndar sem ætlað er að varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu og breyta viðhorfi fólks til innrásarinnar. 10.8.2022 13:23
Trump ber vitni í New York Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun bera vitni í í New York í dag. Umræddur vitnisburður er ótengdur húsleit sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna húsleit gerðu á heimili hans í Flórída á mánudaginn og snýr að því hvernig Trump hefur verðmetið eignir sínar í New York í gegnum árin. 10.8.2022 10:50
Selur í Tesla af ótta við þvinguð kaup á Twitter Auðjöfurinn Elon Musk hefur selt hlutabréf í Tesla fyrir um 6,9 milljarða dala, sem samsvarar tæplega billjón króna, lauslega reiknað. Musk seldi bréfin af ótta við að verða þvingaður til að kaupa samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter. 10.8.2022 10:11
Covid-fjörinu að ljúka hjá leikjaframleiðendum Heimsbúar spila minna af tölvuleikjum, eftir að spilunin jókst til muna á tímum Covid. Nú er fólk í meira mæli að leggja frá sér fjarstýringarnar og fara úr húsi. Áhrifin á leikjaframleiðendur eru mikil, þó staðan sé betri en hún var fyrir heimsfaraldurinn. 9.8.2022 16:46