Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Komu höndum yfir áætlun um yfirtöku Rússa í Moldóvu

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að Úkraínumenn hefðu komist á snoðir um áætlun leyniþjónusta Rússlands sem sneru að því að gera árásir á Moldóvu. Leyniþjónusta Moldóvu hefur staðfest þessar fregnir.

Óður maður á matsölustað

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um óðan mann á matsölustað í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögregluþjóna bar að garði höfðu öryggisverðir þó fylgt manninum út. Ekki fylgir sögunni í dagbók lögreglunnar hvort maðurinn hafi verið handtekinn.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Íslenskt björgunarteymi og aðrir viðbragðsaðilar á jarðskjálftasvæðum í Tyrklandi og Sýrlandi etja nú kappi við tímann - von um að finna fólk á lífi á hamfarasvæðum dvínar stöðugt. Um tuttugu þúsund hafa nú verið staðfestir látnir og óttast er að sú tala hækki ört vegna ömurlegra aðstæðna sem eftirlifendur búa nú við. Við heyrum frá leiðtoga íslenska teymisins í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Rakaskemmdir í Menntaskólanum við Sund

Hluti húsnæðis Menntaskólans við Sund hefur orðið fyrir rakaskemmdum og þarf að loka tveimur svæðum í húsnæðinu. Skemmdirnar fundust við rakaskimun og sýnatöku verkfræðistofunnar EFLU vegna hugsanlegrar myglu.

Arion hagnaðist um fimm milljarða

Arion banki hagnaðist um rúma fimm milljarða króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Á sama tímabili árið 2021 var hagnaðurinn rúmir 6,5 milljarðar króna.

Mikilvægar vikur í vændum í Úkraínu

Ráðamenn í Úkraínu búast við umfangsmiklum árásum Rússa í austurhluta landsins á næstu vikum. Þeir segja Rússa hafa komið tugum og jafnvel hundruð þúsund hermönnum fyrir á svæðinu og þeir séu þegar byrjaðir að reyna að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur með því að senda hermenn fram í bylgjum.

Eldur í arni á Arnarneshæð

Slökkviliðsmenn fóru í útkall á Arnarneshæð í dag vegna elds í arni. Ekki liggur fyrir enn fyrir hvort eldurinn hafi farið úr böndunum eða af hverju slökkvilið var kallað til.

Pútín hafi ákveðið að senda eldflaugina sem notuð var gegn MH17

Alþjóðlegt teymi rannsakenda segist hafa fundið sterkar vísbendingar um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði persónulega heimilað sendingu loftvarnarkerfis til aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem notað var árið 2014 til að skjóta niður farþegaþotu frá Malasíu. Ólíklegt sé þó að hægt verði að sækja hann til saka.

Sjá meira