Íþróttafréttamaður

Ingvi Þór Sæmundsson

Ingvi Þór er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Klaga Bellingham fyrir að kalla Greenwood nauðgara

Getafe hefur klagað Jude Bellingham, leikmann Real Madrid, eftir að hann átti að hafa kallað Mason Greenwood nauðgara í leik liðanna í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Real Madrid vann leikinn, 0-2, en Joselu skoraði bæði mörkin.

Segir að Mainoo minni sig á Seedorf

Maður gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni var hinn átján ára Kobbie Mainoo, átján ára leikmaður Manchester United. Fyrrverandi leikmaður liðsins líkti honum við mikla hetju eftir sigurinn á Wolves.

Tíu bestu liðin (1984-2023): Stjarnan 2014 | Sú til­finning er engu lík

Undir taktföstum tónum Silfurskeiðarinnar vann Stjarnan sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil á eins ævintýralegan hátt og mögulegt var. Stjörnumenn fóru einnig lengra í Evrópukeppni en íslenskt lið hafði áður farið og mætti meðal annars Inter í tveimur leikjum. Úrslitaleik FH og Stjörnunnar gleymir svo enginn sem hann sá.

Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1996 | Á degi eins og þessum

Eftir stormasamt tímabil lauk glæsilegri sigurgöngu ÍA á eftirminnilegan hátt, með fimmta Íslandsmeistaratitlinum á jafn mörgum árum og bikarmeistaratitli. Nýjar stjörnur komu fram og kjarnastarfsmenn stóðu áfram fyrir sínu. Æsilegu kapphlaupi Skagamanna og KR-inga um Íslandsmeistaratitilinn lauk með úrslitaleik á Akranesi.

Ronaldo getur ekki mætt Messi

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi mætast ekki inni á vellinum á morgun eins og búist var við. Ronaldo er meiddur og missir því af vináttuleik Al-Nassr og Inter Miami.

Sjá meira