Bein útsending: Alþjóðasamskipti og þjóðaröryggi Örar breytingar á alþjóðavettvangi hafa í för með sér að stjórnvöld þurfa að takast á við samfélagslegar og alþjóðlegar áskoranir á sviði þjóðaröryggis með nýjum áherslum. Hvernig getum við nýtt alþjóðasamstarf til að tryggja öryggi þjóðar á breyttum tímum? 22.3.2023 12:31
Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22.3.2023 11:52
Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir skotmanninum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem hleypti af skoti inni á skemmtistaðnum The Dubliner í miðborg Reykjavíkur sunudagskvöldið 12. mars síðastliðinn. 22.3.2023 10:48
Átti „óformlegt samtal“ við Kára um hugvíkkandi efni og fanga Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að í tengslum við umræðu um hugvíkkandi efni sé rétt að skoða allar hugmyndir og nýjungar sem varði bætta meðferð og þjónustu við fanga sem margir glími við margháttaðan geðrænan vanda. 22.3.2023 10:30
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. 22.3.2023 08:31
Björguðu tólf manns af Dynjandisheiði Björgunarsveitir frá Þingeyri, Flateyri og Ísafirði voru kallaðar út til aðstoðar fólks á Dynjandisheiði í gærkvöldi. Á staðnum var skollinn á þreifandi bylur og skyggni lítið sem ekkert. 22.3.2023 07:56
Metverð fékkst fyrir skúlptúr Einars Jónssonar á uppboði Metverð fékkst fyrir bronsskúlptúrinn Þróun eftir Einar Jónsson á uppboði hjá uppboðshúsi Gallerí Foldar sem lauk í gær. 22.3.2023 07:38
Réðust á Tekashi 6ix9ine í gufubaði líkamsræktarstöðvar Bandaríski rapparinn Tekashi 6ix9ine var fluttur særður á sjúkrahús eftir að hópur manna réðst á hann í gufubaði líkamsræktarstöðvar í Flórída í nótt. 22.3.2023 07:30
Djúp lægð veldur norðaustanstormi Langt suður í hafi er víðáttumikil og djúp lægð sem veldur norðaustanstormi á landinu, en roki syðst. Það gekk á með hríðarveðri í flestum landshlutum í nótt, en fór síðan að rofa til sunnan- og vestanlands. 22.3.2023 07:07
Helgi ráðinn framkvæmdastjóri Framsóknar Helgi Héðinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Framsóknar. Hann tekur við af Teiti Erlingssyni, sem hefur sinnt hlutverki framkvæmdastjóra tímabundið frá áramótum. 21.3.2023 14:20