Innlent

Slitnað upp úr viðræðum

Slökkviliðsmenn eru ósáttir við launakjör sín.
Slökkviliðsmenn eru ósáttir við launakjör sín.

Samkvæmt heimildum Vísis hefur slitnað upp úr viðræðum ríkisins og slökkvuliðs og sjúkraflutningamanna. Hljóðið í fundarmönnum var þungt í dag og runnu viðræðurnar út í sandinn.

Samningar slökkviliðs og sjúkraflutningarmanna hafa verið lausir síðan í ágúst á síðasta ári. Síðustu vikur hafa slökkviliðsmenn hótað verkfallsaðgerðum og var fundurinn í dag lokatilraun til að ná sáttum í deilunni áður en boðað verkfall myndi hefjast á föstudaginn.

Slökkvuliðs og sjúkraflutningamenn stilltu sér upp fyrir framan hús ríkissáttasemjara í Borgartúninu í dag og mótmæltu bágum kjörum sínum.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×