Innlent

Mótmæla bágum kjörum

SB skrifar
Slökkviliðsmenn með mótmælaskilti
Slökkviliðsmenn með mótmælaskilti

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn stilltu sér upp fyrir framan hús ríkissátasemjara í Borgartúninu laust eftir klukkan tvö í dag þar sem samninganefnd þeirra fundaði með launanefnd sveitarfélagana.

Samningar slökkviliðs og sjúkraflutningarmanna hafa verið lausir síðan í ágúst á síðasta ári og var þungt hljóð í þeim sem mættu á mótmælin. Sumir báru skilti og spjöld þar sem meðal annars var spurt: „Verður þitt líf það næsta sem við björgum - eða hvað?"

Náist ekki að semja á fundinum í dag lítur allt út fyrir að boðað verkfall slökkviliðs og sjúkraflutningamanna hefjist á föstudaginn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×