Rúmlega sjötíu misstu vinnuna í tveimur hópuppsögnum

Rúmlega sjötíu misstu vinnuna í tveimur hópuppsögnum sem tilkynntar voru til Vinnumálastofnunar í dag. Annað fyrirtækið sem sagði upp fólki er í veitingageiranum en hitt í verslun. Þá sagði Bláa lónið upp tuttugu og sex manns í dag sem ekki er búið að tilkynna Vinnumálastofnun. Heildaratvinnuleysi á landinu öllu er nú nærri 10% en gert er ráð fyrir í spám Vinnumálastofnunar að atvinnuleysi verði ellefu til tólf prósent um áramótin. Þetta er meira atvinnuleysi en eftir bankahrunið.

21
00:31

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.