Ísland í dag - Blindir geta nú fengið lánaða sjón sjálfboðaliða

„Margir sem eru blindir hafa tamið sér gott skipulag, en jafnvel besta skipulag getur klikkað,“ segir Hlynur Þór Agnarsson aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins sem telur mikil tækifæri liggja í notkun smáforritsins Be My Eyes sem gerir blindum kleift að fá lánaða sjón hjá sjáandi sjálfboðaliðum í gegnum farsíma. Appið getur til dæmis gagnast til að sjá fyrningardagsetningar á matvælum og fá að vita hvenær næsti strætisvagn er væntanlegur í biðskýli. Í þætti kvöldsins fáum við að vita allt um þetta stórmerkilega app og fáum Eyþór Kamban, sem hefur verið blindur frá fæðingu, til að leysa nokkuð erfiðar þrautir með aðstoð sjálfboðaliða í gegnum Be My Eyes.

2973
12:16

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.