Party Zone 95 diskurinn 25 ára

Hinn sögufrægi mixdiskur Party Zone 95 er 25 ára um þessar mundir en hann kom út 20. nóvember 1995 og var mixaður af Margeiri og Árna E. Líklega eini mixdiskurinn sem hefur farið á toppinn á Íslandi yfir söluhæstu plötunnar! Í tilefni af afmæli disksins var ákveðið að skella disknum á öldur netvakans með einu bónus lagi í lokin. Það fékkst leyfi á sínum tíma til að nota lagið á diskinn en ákveðið var að sleppa því þar sem DJ-unum fannst það orðið of þreytt! Skífumönnum, sem gáfu diskinn út, til lítillar ánægju því það var orðið mjög vinsælt á þeim tíma. Njótið að hlusta á þetta frábæra mix í toppgæðum á netinu.

13009
1:20:16

Vinsælt í flokknum Party Zone

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.